Hviða eignarhaldsfélag umsóknir - 25. jan
Hviða eignarhaldsfélag umsóknir - 25. jan

Íþróttir

Keflavík vann Grindavík á fjörugum föstudegi
Laugardagur 29. nóvember 2025 kl. 11:45

Keflavík vann Grindavík á fjörugum föstudegi

Keflavík vann sinn þriðja sigur í röð í Bónus deild kvenna þegar liðið vann Grindavík á heimavelli þeirra síðarnefndu, HS Orku höllinni, á fjörugum föstudegi í bænum. Lokatölur urðu 95-103 og var sigur Keflavíkurkvenna nokkuð öruggur en þær leiddu nánast allan leikinn.

Nokkuð jafnt var á með liðunum fram að hálfleik en Keflvíkingar náðu afgerandi forystu í þriðja leikhluta og þó svo heimakonur hafi komið til baka í fjórða leikhluta og unnið hann með sex stigum var það langt frá því að ógna sigri nágrannanna úr Keflavík.

Með sigrinum er Keflavík komið í 3.-5. sæti, tveimur stigum á eftir forystuliðunum, Njarðvík og Val.

Framsókn
Framsókn

Hjá Keflavík skoraði Keishana Washington 26 stig og gaf 10 stoðsendingar, öflugur leikmaður kominn til liðs við bítlabæjarliðið en Sara Rún Hinriksdóttir, besti maður liðsins í haust var að vanda sterk og skilaði 22 stigum, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Svansdætur eru að finna fjölina aftur en Agnes María var með 14 stig og Anna Ingunn skoraði 12. Emelía Ósk Gunnarsdóttir er komin aftur til liðs við Keflavík eftir að hafa fjölgað mannkyninu og hún styrkir enn frekar gott lið Keflavíkur.

Hjá Grindavík eru mjög öflugir útlendingar en stigahæst var Farhiya Abdi með 27 stig og 11 fráköst, Ellen Nystrom var með 26 stig og Abby Claire Beeman með 23 stig og 9 fráköst.

Áhorfendabekkirnir voru þéttari setnir en vanalega en margt fólk var í bænum á fjörugum föstudegi.

Grindavík-Keflavík 95-103 (22-23, 23-27, 19-28, 31-25)

Grindavík: Farhiya Abdi 27/11 fráköst, Ellen Nystrom 26/5 fráköst, Abby Claire Beeman 23/6 fráköst/14 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 7, Ólöf María Bergvinsdóttir 6, Þórey Tea Þorleifsdóttir 4/4 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Telma Hrönn Loftsdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0, María Sóldís Eiríksdóttir 0.

Keflavík: Keishana Washington 26/10 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 14, Anna Ingunn Svansdóttir 12, Thelma Dís Ágústsdóttir 10/8 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 7, Sofie Tryggedsson Preetzmann 5/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Eva Kristín Karlsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Oddný Hulda Einarsdóttir 0, Telma Lind Hákonardóttir 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Dominik Zielinski

Áhorfendur: 152

Framsókn
Framsókn