Keflavík vann að Ásvöllum
Keflavík opnaði úrslitaeinvígið í kvennakörfunni upp á gátt þegar þær sigruðu Haukastúlkur í 3. leik úrslitanna, 78-81, að Ásvöllum í kvöld. Staðan í einvíginu er því 2-1 Haukum í vil og fjórði leikurinn verður í Keflavík. Með sigrinum batt Keflavík enda á 27 leikja sigurgöngu Hauka á heimavelli og færðu þeim sinn fyrsta ósigur að Ásvöllum í 18 mánuði ef frá er talin Evrópukeppnin.
Nánar úr leiknum síðar í kvöld...