Keflavík tapaði oddaleiknum og er úr leik
Keflvíkingar mættu Tindastóli í Króknum í kvöld í oddaleik um sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik. Stólarnir voru mun ákveðnari í leiknum og unnu öruggan 99:85 sigur, þar með eru Keflvíkingar því komnir í sumarfrí eftir vonbrigðatímabil.
Tindastóll - Keflavík 99:85
(32:17, 24:24, 22:18, 21:26)
Þrátt fyrir að Keflavík skildi leiða í byrjun leiks stóð það stutt. Tindastóll jafnaði (12:12) á fjórðu mínútu og eftir það komust þeir yfir og hreinlega skildu Keflvíkinga eftir í rykinu. Staðan eftir fyrsta leikhluta 32:17, fimmtán stiga munur. Leikurinn tapaðist á þessum kafla og Keflvíkingar voru aldrei nálægt því að komast inn í leikinn aftur.
Það er því ljóst að Njarðvíkingar fá Tindastól sem mótherja í undanúrslitum.
Keflavík: Valur Orri Valsson 18, Darius Tarvydas 15/11 fráköst, Dominykas Milka 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/6 fráköst/5 stoðsendingar, Mustapha Jahhad Heron 11/7 fráköst, Jaka Brodnik 10/7 fráköst, Magnús Pétursson 3, Halldór Garðar Hermannsson 2, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Arnór Sveinsson 0, Ágúst Orrason 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.