Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík stefnir á þá titla sem í boði eru
Miðvikudagur 3. október 2012 kl. 08:51

Keflavík stefnir á þá titla sem í boði eru

Viðtöl við Sigurð Ingimundarson og Pálínu Gunnlaugsdóttur

Samkvæmt spám sérfræðinga í körfuboltanum verður það kvennalið Keflvíkinga sem trónir á toppi Donimos´s deildarinnar í vor en liðið olli nokkrum vonbrigðum í fyrra. Nú er Sigurður Ingimundarson tekin við stjórnartaumum hjá kvennaliðinu og mun stýra því samhliða karlaliðinu. Körlunum er spáð 6. sæti þetta árið.

Hann segir að það hafi komið sér töluvert á óvart að Keflvíkingum sé spáð toppsæti kvennadeildarinnar þar sem liðið sé skipað mörgum ungum leikmönnum. Viðtal við Sigurð má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Pálína Gunnlaugsdóttir leikmaður Keflvíkinga segir að það sé ávallt markmið Keflvíkinga að berjast um þá titla sem í boði eru. Hún segist jafnframt spennt fyrir mörgum ungum leikmönnum sem eru á uppleið í Keflavík, en þar er af nógu að taka enda mikið að efnilegum leikmönnum hjá félaginu.