Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík sigraði topplið Vals
Miðvikudagur 17. janúar 2018 kl. 21:34

Keflavík sigraði topplið Vals

Keflavík sigraði topplið Vals í Domino´s- deild kvenna í kvöld en liðin mættust í TM höllinni. Keflavík sem tryggði sér bikarmeistaratitilinn síðustu helgi kom sér í þriðja sæti deildarinnar í kvöld með sigrinum, en Valur situr í efsta sæti deildarinnar og er Keflavík aðeins tveimur stigum á eftir Val.

Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Brittanny Dinkins með 38 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir með 12 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir með 11 stig, Embla Kristínardóttir með 10 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Birna Valgerður Benónýsdóttir með 5 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024