Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík Reykjaneshallarmeistari 2010
Laugardagur 20. febrúar 2010 kl. 14:07

Keflavík Reykjaneshallarmeistari 2010

Keflavík vann Grindavík 2:1 í úrslitaleik Reykjaneshallarmótsins sem fram fór í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík komst yfir undir lok fyrri hálfleiks. Marko Valdimar Stefánsson sparkaði þá fótunum undan Herði Sveinssyni framherja Keflavíkur og Kristinn dæmdi vítaspyrnu. Guðmundur Steinarsson fór á punktinn og skoraði örugglega. Staðan í hálfleik því 1-0 fyrir Keflavík.

Á 72. mínútu jöfnuðu Grindvíkingar metin. Orri Freyr Hjaltalín skoraði þá með skoti úr teignum eftir sendingu Jósefs Kristins Jósefssonar af vinstri kanti. Keflvíkingar voru mjög ósáttir og töldu að um rangstöðu hafi verið að ræða. Kristinn og teymi hans stóð hinsvegar við markið og benti á að Guðjón Árni Antoníusson varnarmaður liðsins hafi verið hluti af leiknum þó hann hafi staðið utan vallar við endalínu, því hafi ekki verið rangstaða.

Það var svo þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma að Keflavík skoraði sigurmarkið. Guðmundur Steinarsson sendi þá háan bolta inn í vítateiginn þar sem Haraldur Freyr Guðmundsson skallaði hann fyrir fætur Bjarna Hólm Aðalsteinssonar sem skoraði með föstu skoti.

Heimild: Fotbolti.net. Sjá alla fréttina hér!


Ljósmynd úr leik Keflavíkur og Grindavíkur í gærkvöldi. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson