Keflavík og ÍA spila í Egilshöll í dag
Fyrsti leikurinn í Iceland-Express knattspyrnumótinu sem Knattspyrnudeild Keflavíkur stendur fyrir hefst klukkan 18:00 í Egilshöll í Grafarvogi, en þá tekur Keflavík á móti ÍA. Klukkan 20:15 hefst síðan leikur KR og Örgryte frá Svíþjóð. Á morgun, laugardag verða úrslitaleikirnir spilaðir í Reykjaneshöllinni. Klukkan 16:00 verður leikið um 3. sætið og klukkan 18:15 verðuð leikið um 1. sætið. Miðaverð á leikina í Reykjaneshöll er eitt þúsund krónur.