Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Grindavík úr leik í VÍS-bikar kvenna
Njarðvík er komið áfram í átta liða úrslit VÍS-bikars kvenna í körfuknattleik.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 31. október 2021 kl. 19:38

Keflavík og Grindavík úr leik í VÍS-bikar kvenna

Leikið var um helgina í sextán liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik. Keflavík lék í gær gegn Fjölni og tapaði viðureigninni á eins dramatískan hátt og mögulegt er. Þá tapaði Grindavík fyrir Haukum í dag en Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum með sigri á Skallagrími í Borgarnesi.
Ólöf Rún átti góðan leik og gerði átján stig, átti tvö fráköst og tvær stoðsendingar. Hún setti niður þriggja stiga körfu í blálokin og jafnaði leikinn.

Keflavík - Fjölnir 71:74

14:21, 13:11, 18:19, 26:23

Viðureign Keflavíkur og Fjölnis var hörkuspennandi fram á lokasekúndur leiksins. Gestirnir byrjuðu betur og náðu sjö stiga forystu í fyrsta leikhluta, Keflavík minnkaði muninn í fimm stig fyrir hálfleik. Leikurinn hélt áfram að vera jafn en Fjölnir hélt forystunni. Keflvíkingar héldu pressunni á gestina og söxuðu jafnt og þétt á forskotið og þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum virtist Keflavík tryggja sér framlengingu þegar Ólöf Rún Óladóttir setti niður góðan þrist og jafnaði leikinn í 71:71. Aliyah Daija Mazyck brunaði hins vegar fram völlinn fyrir gestina og setti niður ótrúlega flautukörfu til að tryggja Fjölni áfram í átta liða úrslitin.

Tölfræði leiks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Diane Diéné var öflugust Njarðvíkinga með 26 stig og 36 framlagspunkta.

Skallagrímur - Njarðvík 44:87

11:24, 11:18, 4:25, 18:20

Njarðvíkingar áttu ekki í neinum vandræðum með lið Skallagríms í Borgarnesi í dag og unnu yfirburðarsigur, 44:87.

Diane Diéné Oumou var stigahæst hjá Njarðvík, með 26 stig, tíu fráköst og tvær stoðsendingar. Aliyah A'taeya Collier var með átján stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar.

Tölfræði leiks.


Sem fyrr var Robbi Ryan afkastamest í Grindavíkurliðinu með tuttugu stig.

Haukar - Grindavík 77:59

21:17, 21:14, 17:16, 18:12

Leikur Hauka og Grindavíkur fór fram á Ásvöllum í dag og það voru heimakonurnar sem reyndust sterkari. Haukar tóku forystu í byrjun leiks og Grindvíkingar eltu allan leikinn, þær voru nálægt því nokkrum sinnum að jafna en Haukar juku forskotið um leið og það gerðist og höfðu að lokum þægilegan átján stiga sigur.

Tölfræði leiks.


Tengdar fréttir