Keflavík og Grindavík mætast í kvöld
Grindavík og Keflavík mætast í kvöld í úrvalsdeild karla í körfubolta kl. 19:15. Leikurinn fer fram í Grindavík og er sannkallaður risaslagur. Keflavík er í 2. sæti deildarinnar með 28 stig en Grindavík í því þriðja með 26 stig. Grindavík þarf að vinna Keflavík með 9 stiga mun eða meira til að hirða 2. sætið og hafa þannig betur í innbyrðis viðureignum liðanna.
Fjórar umferðir eru eftir í úrvalsdeildinni. Grindavík á eftir leikinn í kvöld gegn Keflavík, útileik gegn Snæfelli í Stykkishólmi, heimaleik gegn FSu og svo útileik gegn ÍR.
Keflavík á eftir heimaleik gegn Njarðvík, útileik gegn KR og heimaleik gegn Hamri.
KR sem er efst með 30 stig og á eftir að leika gegn Breiðablik heima, Stjörnuna úti, Keflavík heima og Snæfell úti.