Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík náði ekki að stöðva Valskonur - 2. sætið
Keflavíkurstúlkur fengu silfrið eftir tap í úrslitum gegn Val.
Laugardagur 27. apríl 2019 kl. 19:45

Keflavík náði ekki að stöðva Valskonur - 2. sætið

Keflavíkurstúlkum tókst ekki að stöðva Valskonur en þær töpuðu þriðja úrslitaleiknum í röð í Domino's deild kvenna í körfubolta í Valsheimilinu nú síðdegis. Valur fagnaði fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í körfubolta. Lokatölur urðu 87-64.

Það var aðeins í blábyrjun sem Keflavík sýndi tennurnar. Emelía Ósk Gunnardóttir var í stóru hlutverki og dreif Keflavíkurstúlkurnar áfram og liðið náði forystu. Það dugði skammt því Valskonur mættu þessari mótspyrnu af krafti. Miklu munaði að lykilmanneskja Keflavíkur, Brittany Dinkins, náði sér ekki á strik í leiknum en hún skoraði aðeins 14 stig.

Keflavík varð því að sætta sig við 2. sætið en því má ekki gleyma að liðið var það eina sem var einungis með einn útlending í sínu liði á meðan öll hin liðin voru með tvo eða jafnvel þrjá útlenda leikmenn, eins og t.d. Valur. Allar Keflavíkurstúlkurnar eru allar uppaldar hjá sínu liði nema einn leikmaður svo framtíðin er björt. Það sýndi sig eflaust vel þegar þær urðu Íslandsmeistarar fyrir tveimur árum en þá var aðeins einn útlendingur í hverju liði.


Valur-Keflavík 87-64 (19-13, 28-14, 18-21, 22-16)

Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 15, Brittanny Dinkins 14/11 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 7/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Erna Hákonardóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 1, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0, María Jónsdóttir 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson


Valur: Heather Butler 25/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 25/13 fráköst/7 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9/4 fráköst, Simona Podesvova 8/6 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 6/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 5/5 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 3, Tanja Kristín Árnadóttir 0, Anita Rún Árnadóttir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024