Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík lagði Stólana
Það getur verið erfitt að eiga við Milka þegar hann er í stuði.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 11. desember 2021 kl. 12:50

Keflavík lagði Stólana

Keflvíkingar eru í ágætis stöðu á toppi Subway-deildar karla í körfuknattleik eftir góðan sigur á Tindastóli í gær. Keflavík hefur unnið átta leiki og aðeins tapað einum og setja stefnuna á deildar- og Íslandsmeistaratitil í vetur.

Keflavík - Tindastóll 93:84

(29:12, 22:26, 24:19, 18:27)

Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 19:2 í fyrsta leikhluta. Þegar leikhlutanum lauk hafði Keflavík sautján stiga forystu (29:12) en Tindastóll náði að bæta stöðu sína lítillega fyrir hálfleik og minnka muninn í þrettán stig (51:38). Keflvíkingar gáfu ekkert eftir og héldu um og yfir tíu stiga forystu allan leikinn eða þar til Tindastóll minnkaði muninn í níu stig með síðasta vítakastinu. Lokatölur 93:84 og Keflavík er á toppi deildarinnar með sextán stig en í kjölfarið koma Þór Þorlákshöfn með fjórtán og Grindavík með tólf en Grindavík tapaði óvænt fyrir ÍR í fyrrakvöld (79:72).

Dominykas Milka átti flottan leik og var með átján stig í leiknum í gær, sextán fráköst, þrjár stoðsendingar og 25 framlagspunkta. Calvin Burks var með 22 stig, þrjú fráköst og fjórar stoðsendingar, hann var með 21 framlagspunkt og David Okeke var þrettán stig, sautján fráköst og 21 framlagspunkt eins og Burks en Okeke meiddist í lok leiks og er óvísst með alvarleika meiðslanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir