Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík komið í undanúrslit VÍS-bikars karla eftir sigur á Haukum
Dominykas Milka fór mikinn í kvöld gegn Haukum og skilaði 30 stigum í hús auk þess að taka sjö fráköst og eiga tvær stoðsendingar, þá var hann með 34 framlagspunkta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 13. desember 2021 kl. 23:18

Keflavík komið í undanúrslit VÍS-bikars karla eftir sigur á Haukum

Aðeins eitt Suðurnesjalið verður í pottinum í hádeginu á morgun þegar dregið verður um hvaða lið mætast í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfuknattleik en Keflavík lagði Hauka í kvöld 101:92. Njarðvík féll úr leik eftir taugatrekkjandi lokamínútu gegn Val þar sem leiknum lauk 72:71 og þá sló Stjarnan Grindvíkinga úr leik í gær 85:76. Liðin sem verða í pottinum eru því Keflavík, Valur, Stjarnan og Þór Þorlákshöfn sem vann ÍR í gær.
Sama er uppi á teningnum í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna en þar eru Njarðvíkingar eina liðið af Suðurnesjum sem komst áfram í undanúrslit. Í bikarkeppni kvenna verður dregið um viðureignir Njarðvíkur, Snæfells, Breiðablika og Hauka á morgun.

Keflavík - Haukar 101:92

(28:32, 31:19, 21:13, 21:28)

Frammistaða Keflvíkinga: Dominykas Milka 30/7 fráköst, Calvin Burks Jr. 18, Hörður Axel Vilhjálmsson 13/6 fráköst/11 stoðsendingar, Jaka Brodnik 12/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 10/6 fráköst, Magnús Pétursson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Ágúst Orrason 4, Valur Orri Valsson 3/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Frosti Sigurðsson 0, Nikola Orelj 0.


Valur - Njarðvík 72:71

(25:16, 15:28, 24:14, 8:13)

Frammistaða Njarðvíkinga: Dedrick Deon Basile 24/6 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 13/16 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 10, Nicolas Richotti 9, Mario Matasovic 7/11 fráköst, Logi Gunnarsson 3, Maciek Stanislav Baginski 3, Ólafur Helgi Jónsson 2, Jan Baginski 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Elías Bjarki Pálsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stjarnan - Grindavík 85:76

(22:26, 24:18, 23:17, 16:15)

Frammistaða Grindvíkinga: Ólafur Ólafsson 25/9 fráköst, Elbert Clark Matthews 15/5 fráköst, Kristinn Pálsson 10/5 fráköst, Ivan Aurrecoechea Alcolado 8/8 fráköst, Naor Sharabani 7/7 fráköst/9 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hinrik Hrafn Bergsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.

Tengdar fréttir