Keflavík komið í undanúrslit VÍS-bikars karla eftir sigur á Haukum
Aðeins eitt Suðurnesjalið verður í pottinum í hádeginu á morgun þegar dregið verður um hvaða lið mætast í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfuknattleik en Keflavík lagði Hauka í kvöld 101:92. Njarðvík féll úr leik eftir taugatrekkjandi lokamínútu gegn Val þar sem leiknum lauk 72:71 og þá sló Stjarnan Grindvíkinga úr leik í gær 85:76. Liðin sem verða í pottinum eru því Keflavík, Valur, Stjarnan og Þór Þorlákshöfn sem vann ÍR í gær.
Sama er uppi á teningnum í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna en þar eru Njarðvíkingar eina liðið af Suðurnesjum sem komst áfram í undanúrslit. Í bikarkeppni kvenna verður dregið um viðureignir Njarðvíkur, Snæfells, Breiðablika og Hauka á morgun.
Keflavík - Haukar 101:92
(28:32, 31:19, 21:13, 21:28)
Frammistaða Keflvíkinga: Dominykas Milka 30/7 fráköst, Calvin Burks Jr. 18, Hörður Axel Vilhjálmsson 13/6 fráköst/11 stoðsendingar, Jaka Brodnik 12/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 10/6 fráköst, Magnús Pétursson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Ágúst Orrason 4, Valur Orri Valsson 3/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Frosti Sigurðsson 0, Nikola Orelj 0.
Valur - Njarðvík 72:71
(25:16, 15:28, 24:14, 8:13)
Frammistaða Njarðvíkinga: Dedrick Deon Basile 24/6 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 13/16 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 10, Nicolas Richotti 9, Mario Matasovic 7/11 fráköst, Logi Gunnarsson 3, Maciek Stanislav Baginski 3, Ólafur Helgi Jónsson 2, Jan Baginski 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Elías Bjarki Pálsson 0.
Stjarnan - Grindavík 85:76
(22:26, 24:18, 23:17, 16:15)
Frammistaða Grindvíkinga: Ólafur Ólafsson 25/9 fráköst, Elbert Clark Matthews 15/5 fráköst, Kristinn Pálsson 10/5 fráköst, Ivan Aurrecoechea Alcolado 8/8 fráköst, Naor Sharabani 7/7 fráköst/9 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hinrik Hrafn Bergsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.