Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík í þriðja sæti eftir sigur á Grindavík
Mustapha Jahhad Heron treður með tilþrifum en hann var stigahæstur í leiknum í kvöld, með 24 stig og sjö fráköst. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 28. mars 2022 kl. 23:45

Keflavík í þriðja sæti eftir sigur á Grindavík

Keflvíkingar tóku á móti Grindavík í kvöld í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik. Heimamenn tóku snemma forystu og héldu henni út leikinn – Grindvíkingar gerðu vel og sköpuðu smá spennu undir lok leiks þegar þeir gerðu harða atlögu að Keflvíkingum og minnkuðu muninn í fimm stig. Keflavík fóru með sigur af hólmi (78:70) og eru í þriðja sæti deildarinnar fyrir síðustu umferð sem verður leikin á fimmtudag.

Keflavík - Grindavík 78:70

(21:14, 19:18, 18:13, 20:25)
Kristinn Pálsson átti fínan leik fyrir gestina og setti niður 21 stig auk þess að taka fimm fráköst.

Eins og við var að búast var ekkert gefið eftir þegar Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík mættust. Keflavík hafði betur í fyrri viðureign liðanna en það voru gestirnir sem gerðu fyrstu stig kvöldsins þegar Elbert Clark Matthews setti niður þrist – það var eina skiptið sem Grindavík leiddi leikinn því Keflavík var fljótt að snúa leiknum sér í vil og leiddi með sjö stigum að loknum fyrsta leikhluta (21:14).

Jafnræði var á liðunum í öðrum leikhluta en Keflavík jók muninn í þeim þriðja og hafði náð þrettán stiga forskoti (58:45) fyrir lokaleikhlutann. Grindvíkingar hleyptu lífi í leikinn í fjórða leikhluta og sáu til þess að síðustu mínúturnar urðu spennandi en munurinn var orðinn of mikill og Keflavík landaði góðum átta stiga sigri (78:70).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hörður Axel Vilhjálmsson stelur boltanum af Ivan Aurrecoechea Alcolado.

Keflavík: Mustapha Jahhad Heron 24/7 fráköst, Darius Tarvydas 14/8 fráköst, Valur Orri Valsson 10/8 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 10, Dominykas Milka 8/12 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 5/6 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Jaka Brodnik 5, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Magnús Pétursson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Arnór Sveinsson 0, Ágúst Orrason 0.

Grindavík: Kristinn Pálsson 21/5 fráköst, Ivan Aurrecoechea Alcolado 20/6 fráköst, Elbert Clark Matthews 16/7 fráköst/5 stolnir, Naor Sharabani 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 5, Jón Fannar Sigurðsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hinrik Hrafn Bergsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0/5 fráköst, Javier Valeiras Creus 0.


Frábær stemmning á pöllunum

Það vantaði ekkert upp á stemmninguna hjá stuðningsmönnum liðanna og ljóst að þeir eru klárir í úrslitakeppnina.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á leiknum og má sjá svipmyndir úr honum neðar á síðunni.

Keflavík - Grindavík (78:70) | Subway-deild karla 28. mars 2022

Tengdar fréttir