KEFLAVÍK Í NIKE
Knattspyrnudeild Keflavíkur, Austurbakki og K-sport gerðu með sér samning sem undirritaður var rétt fyrir jól.Samningurinn gildir til þriggja ára og mun Keflavík samkvæmt honum eingöngu nota Nike knattspyrnuvörur.Bætist Keflavík því í sívaxandi flóru Nike félagsliða í Evrópu s.s.Barcelona, Arsenal, Inter Milan, Hertha Berlín ofl.Þá eru meðal landsliða sem spila í Nike, Brasilía, Holland, Ítalía ofl. Verðmæti samningsins er u.þ.b. 3,6 milj. á samningstímanum.Á myndinni sjást f.v. Rúnar Arnarson formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkurog Björn L. Þórisson sölustjóri Austurbakka skrifa undir samninginn.