Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík - Þór/KA í Borgunarbikar kvenna í dag
Laugardagur 30. júní 2012 kl. 12:59

Keflavík - Þór/KA í Borgunarbikar kvenna í dag

Í dag tekur Keflavík á móti Þór/KA í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna Leikurinn fer fram á Nettó-vellinum í Keflavík og hefst kl. 14:00.

Okkar stúlkur ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Akureyringar eru í efsta sæti Pepsi-deildar kvenna.

Dómari leiksins verður Einar Ingi Jóhannsson og aðstoðardómarar hans þeir Jóhannes Elíasson og Ægir Magnússon.

Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta og styðja stelpurnar í þessum stórleik, segir í tilkynningu frá Keflavík.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024