Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kátt í höllinni - hjá Grindavík
Laugardagur 21. febrúar 2015 kl. 17:28

Kátt í höllinni - hjá Grindavík

– Grindavík bikarmeistari kvenna 2015

Grindavík fagnaði bikarmeistaratitli eftir glæsilega og nokkuð öruggan sigur á Keflavík í laugardalshöllinni í dag.  Stuðningsmenn Grindavíkur fjölmenntu í höllina og var fögnuðurinn í leikslok ósvikinn. Pálína Gunnlaugs, Kristina King og Petrúnella áttu allar glæsilegan leik í dag og drógu vagninn fyrir Grindavík en lykilinn að sigrinum í dag var klárlega feiknarsterkur varnarleikur liðsins.  Petrúnella Skúladóttir var útnefndur Lykilleikmaður leiksins en hún átti stóran þátt í glæsilegum varnarleik liðsins ásamt því að vera næst stigahæst í liðinu.

Meðfylgjandi myndir úr gleði Grindvíkinga tók Hilmar Bragi.









Nánari umfjöllun um leikinn hér!
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024