„Kannski hættum við Teitur á sama tíma"
segir Anna María Sveinsdóttir.Ég vil ekki meina að önnur lið séu mörgum árum á eftir okkur en aftur á móti eigum við alltaf stelpur sem taka við þegar einhverjar hætta og við byggjum liðið alltaf á heimamönnum þó svo að 1-2 „utanaðkomandi”. Ég held að ég sé alveg sátt við að við Teitur eigum stigametið saman. Við erum bara jafngóð!!!!!! Nei við höfum kanski verið aðalhlekkirnir í okkar liðum í mörg ár og spilað kanski flesta bikarúrslitaleiki fyrir okkar félög án þess að ég sé viss en ég hef örugglega tekið þetta í fleiri leikjum en hann. Ég á nú eftir að ræða við Teit um framhaldið hvort við hættum bæði í vor en það kemur í ljós. Kiddi hefur staðið sig vel í vetur það var gott að fá nýtt blóð í þetta “utanbæjarmann” þetta er allt á uppleið hjá okkur“, sagði Anna María Sveinsdóttir, kampakát með tíunda bikarinn á síðustu tólf árum.