Jónas Bragi er íþróttamaður Voga 2014
Laugardaginn 10. janúar var íþróttamaður Voga fyrir árið 2014 útnefndur. Var það gert við hátíðlega athöfn í Álfagerði og voru 5 íþróttamenn tilnefndir að þessu sinni.
Þeir voru í stafrófsröð:
Bragi Bergmann Ríkharðsson – knattspyrnumaður – fæddur 1993
Bragi leikur knattspyrnu með meistaraflokksliði Þróttar í 4. deild
Emil Barja – körfuknattleiksmaður – fæddur 1991
Emil leikur körfuknattleik með meistaraflokksliði Hauka í úrvalsdeild
Haraldur Hjalti Maríuson – judomaður – fæddur 2002
Haraldur æfir og keppir í judo með judodeild UMFG
Jónas Bragi Hafsteinsson – handknattleiksmaður – fæddur 1990
Jónas leikur handknattleik með meistaraflokksliði Víkings Reykjavík í 1. deild
Róbert Andri Drzymkowski – knattspyrnumaður – fæddur 2002
Róbert leikur knattspyrnu með 3. og 4. flokki UMFN
Þessir íþróttamenn tóku við tilnefningum fyrir góðan árangur á árinu 2014 og síðan var Jónas Bragi Hafsteinsson útnefndur íþróttamaður Voga af frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins.
Jónas átti afar gott ár og er lykilmaður í sterku liði Víkinga.