Jón Ingi í 16 manna úrslit
- á NM móti í snóker í Noregi.
Jón Ingi Ægisson er kominn í 16 manna úrslit á NM í snóker í Noregi. Norðurlandamótið hófst í fyrradag og eru 11 spilarar frá Íslandi þátttakendur á mótinu.
Jón Ingi lék í gær við Norðmann og Dana og vann báða leikina. Alls taka 32 spilarar þátt á mótinu og er leikið í átta fjögurra manna riðlum þar sem tveir komast tveir upp úr riðli í 16 manna útslátt.