Jólasýning FK framundan
Jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur verður laugardaginn 8. desember í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Sýningin hefst kl. 15.00 og opnar húsið kl. 14.30. Forsala verður sýningardaginn frá kl. 10.00-12.00. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum en annars er verðið kr. 500. Hægt verður að greiða með debet og kredet kortum. Að sýningu lokinni verður boðið upp á veitingar í B-sal.