Jóhann í 3.-4. sæti á Íslandsmótinu í borðtennis
Suðurnesjamaðurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson hafnaði í 3.-4. sæti á Íslandsmótinu í borðtennis sem fram fór um helgina. Jóhann sem keppir fyrir hönd NES er bundinn við hjólastól en hann lék í bæði í 1. og 2. flokki ófatlaðra, þar sem hann hafnaði í 3.-4. sæti í báðum flokkum.
Í ár voru keppendur 108 frá HK, Fjölni, Erninum, ÍFR, Dímon, KR, Nes, Víkingi, Akri og BH. Umgjörð mótsins í ár var öll hin glæsilegasta og fleiri áhorfendur nú en undanfarin ár.