Jafntefli í rokinu
Keflvíkingar grátlega nálægt sigri
Keflvíkingar sóttu stig til Eyja í Pepsi deildinni í fótbolta i kvöld. Veður setti strik í reikninginn en mikið rok var á Hásteinsvelli og því lítið um fallegan fótbolta. Fyrri hálfleikur var tíðindalítinn en Keflvíkingar áttu fleiri tilraunir á markið undan vindinum.
Hörður Sveinsson kom Keflvíkingum yfir eftir klukkutíma leik. Lengi vel leit út fyrir að Keflvíkingar væru að næla sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni, en Eyjamenn voru á öðru máli.
Á 93. mínútu skoruðu Eyjamenn jöfnunarmark og niðurstaða leiksins var jafntefli, 1-1. Sorglegt fyrir Keflvíkinga sem hefðu væntanlega þegið stigin þrjú.