Jafnar Keflavík einvígið í kvöld?
Deildarmeistarar Keflavíkur og ÍR mætast í sínum öðrum leik í Seljaskóla í kvöld í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Seljaskóla og það er um að gera að mæta tímanlega enda von á fjölmenni í Breiðholtið í kvöld.
ÍR leiðir einvígið 1-0 eftir sigur í fyrsta leik liðanna í Toyotahöllinni á sunnudag en sá leikur fór í framlengingu og var gríðarlega spennandi. Vitað er til þess að liðsmenn Pumasveitarinnar ætli sér að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á sínum mönnum fram í rauðan dauðann.
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslit deildarinnar.