Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íþróttastarf í Grindavík - Áskoranir til framtíðar
Mynd tekin fyrir stuttu, þegar forsvarsmenn Macron afhentu Klöru Bjarnadóttur, formanni UMFG, og Ásgerði Huldu Karlsdóttur úr stjórn UMFG, styrk vegna sölu á góðgerðartreyju.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 8. apríl 2024 kl. 14:25

Íþróttastarf í Grindavík - Áskoranir til framtíðar

Málþing í samstarfi við UMFG, íþrótta- og sálfræðideild Háskóla Reykjavíkur og félagsfræðideild Háskóla Íslands.

Þriðjudaginn 9. apríl verður haldið málþing um íþróttastarf í Grindavík og fer það fram í Háskólanum í Reykjavík og hefst kl. 12.

Málþingið fer fram í stofu M101 og verður í streymi á þessari slóð; Hlekkur á streymi í beinni útsendingu

Þetta er dagskráin:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

12.00 -  12.05  Myndbandskveðja frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.  

12.05 - 12.15   Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við HÍ. Hvað er samfélag og af hverju skiptir það máli?

12.15 - 12.25   Þórhildur Halldórsdóttir, barnasálfræðingur og lektor við sálfræðideild HR  - Aðlögunarhæfni barna.

12.25 - 12.35   Þorleifur Ólafsson, framkvæmdarstjóri UMFG - Áskoranir í íþróttastarfi UMFG.

12.35 - 12.45 - Brottfall grindvískra barna úr íþróttastarfi. Peter O´Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR.

12.45 - 13.10 - Pallaborðsumræður, stjórnandi Hafrún Kristjánsdóttir, prófessor við íþróttafræðideild HR.