Íþróttamaður Reykjanesbæjar valinn á gamlársdag
Val á íþróttamann ársins í Reykjanesbæ verður í íþróttahúsinu í Njarðvík miðvikudaginn 31. desember kl.13:00.
Við sama tækifæri verða Íslandsmeistarar Reykjanesbæjar 2014 heiðraðir. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að allir séu velkomnir á hátíðlega stund þar sem afreksfólk í íþróttum sé heiðrað af ÍRB og Reykjanesbæ.