Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ítalir áhugasamir um Hauk Helga
Þriðjudagur 15. mars 2016 kl. 09:45

Ítalir áhugasamir um Hauk Helga

Njarðvíkingar ekki tilbúnir að sleppa leikmanninum

Ítalskt úrvalsdeildarfélag spurðist fyrir um Hauk Helga Pálsson leikmann Njarðvíkur á dögunum en Njarðvíkingar voru ekki tilbúnir að leyfa Hauki að fara utan að svo stöddu. Ekkert ákvæði er í samningi Hauks um að hann mætti fara ef tilboð kæmi erlendis frá og því varð ekkert af þessum vistaskiptum hans. Morgunblaðið greinir frá.

„Það var ekki komið tilboð á borðið heldur fyrirspurn og mikill áhugi. Ég er ekki með það inn í samningi mínum við Njarðvík að geta farið út aftur svo þetta var eiginlega drepið í fæðingu,“ sagði Haukur Helgi í samtali við Morgunblaðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég ræddi aðeins við Njarðvíkingana. Þetta var spennandi og ég er spenntur fyrir því að komast aftur út en svona er þetta bara. Ég verð að standa við gerðan samning og ég skil vel sjónarmið Njarðvíkinga,“ bætti Haukur við. Njarðvíkingar leika gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum en einvígið hefst á fimmtudag. Haukur er að koma aftur eftir meiðsli en hann hefur verið algjör lykilmaður hjá Njarðvíkingum í vetur.