Íslandsmót hestamanna á Mánagrundu
Íslandsmót hestamanna er haldið af Hestamannafélaginu Mána nú um helgina. Nú hefur Íslandsmótinu verið skipt upp og er haldið mót fyrir börn, unglinga og ungmenni en næstu helgi verður haldið Íslandsmót í flokki fullorðna.
Félagsmenn hafa opnað hesthús sín fyrir aðkomumenn og bjóða þau að láni fyrir þá sem koma langt að.
Það verður keppt í fjölda greina um helgina. Í dag verður keppt í fjórgang, fimmgang og fimi á barna, unglinga og ungmenna stigi.
Á morgun verður keppt í gæðingaskeiði, tölti, og fljúgandi skeiði. Aðalúrslit mótsins ráðast svo á sunnudag. Sjá má dagskrá mótsins hér að neðan og frekari upplýsingar er hægt að finna á heima síðu félagsins, www.mani.is
Dagskrá Íslandsmóts barna, unglinga og ungmenna
Föstudagurinn 8. júlí 2005
Kl. 11.00 Dómarafundur
Kl..11.30 Knapafundur
Kl. 12.30 Fjórgangur barna
Kl. 13.30 Fjórgangur unglinga
Kl. 15.00 Kaffihlé
Kl. 15.30 Fjórgangur ungmenna
Kl. 17.00 Fimmgangur unglinga
Kl. 18.30 Fimmgangur ungmenna
Kl. 19.30 Matarhlé
Kl. 20.00 Fimi barna
Kl. 20.30 Fimi unglinga
KL.21.00 Fimi ungmenna
Laugardagurinn 9. júlí 2005
Kl. 8.30 Gæðingaskeið unglinga
Gæðingaskeið ungmenna
Kl. 10.45 Tölt T2 ungmenna
Kl. 11.30 Matarhlé.
Kl. 12.30 Tölt barna
Kl. 13.30 Tölt unglinga
Kl. 15.00 Kaffihlé
Kl. 15.30 Tölt ungmenna
Kl. 17.00 B-úrslit fjórgangur barna
Kl. 17.30 B-úrslit fjórgangur unglinga
Kl. 18.00 B-úrslit Fjórgangur ungmenna
Kl. 18.30 B-úrslit tölt barna
Kl 19.00 B-úrslit tölt unglinga
Kl. 19.30 B-úrslit tölt ungmenna
Kl. 20.00 Grillveisla í tjaldinu
Kl. 21.00 100 m fljúgandi skeið
Sunnudagurinn 10. júlí 2005
Kl. 10.00 B-úrslit fimmgangur unglinga
Kl. 10.30 B-úrslit fimmgangur ungmenna
Kl. 11.00 Tölt T2 A úrslit ungmenni
Kl. 11.30 Matarhlé
Kl. 12.30 Verðlaunaafhending í stigagreinum
Fimi og skeiðgreinum.
Kl. 13.00 A-úrslit fjórgangur barna
Kl. 13.30 A-úrslit fjórgangur unglinga
Kl. 14.00 A úrslit fjórgangur ungmenna
Kl. 14.30 A-úrslit fimmgangur unglinga
Kl. 15.00 A-úrslit fimmgangur ungmenna
Kl. 15.30 Kaffihlé
Kl. 16.00 Tölt barna
Kl. 16.30 Tölt unglinga
Kl. 17.00 Tölt ungmenna
Kl. 17.30 Mótsslit