Íslandsmeistarar innanhúss
Keflvíkingar urður Íslandsmeistarar í innanhúsknattspyrnu karla um helgina eftir 1-0 sigur gegn KR í úrslitaleik mótsins. Hörður Sveinsson gerði eina mark leiksins með hælspyrnu.
Keflvíkingar urðu einnig innanhúsmeistarar árið 2002. Kvennalið Keflavíkur komst í undanúrslit innanhúsmótsins en laut þar í lægra haldi gegn Breiðablik, 2-1, en Blikakonur héldu síðan áfram og tóku titilinn.
www.keflavik.is
VF-mynd/ JBO: Hörður Sveinsson í strangri gæslu hér hjá varnarmönnum Etzella í sumar.