Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 11. júlí 2001 kl. 10:32

Íris Edda náði lágmörkunum fyrir Evrópumeistaramótið

Sundlið ÍRB, sem er sameinað lið Njarðvíkur og Keflavíkur, varð í 3. sæti á Sundmeistaramóti Íslands sem fram fór í Laugardagslaug sl. helgi. Liðið hlaut fimm gull á mótinu, 12 silfur og 11 brons.
Íris Edda Heimisdóttir fékk fjögur gullverðlaun en þess má geta að hún náði lágmarki í 100 m bringusund fyrir Evrópumeistaramót fullorðinna í 25 m laug sem haldið verðu í desember í Antwerpen í Belgíu. Þetta er góður árangur hjá Írisi Eddu þar sem hún var ekki langt frá sínu besta og aðstæður í Laugardagslaug voru afar slæmar vegna veðurs, rok og rigning.
Á þessari stundu hafa þrír íslenskir sundmenn náð lágmörkum fyrir Evrópumeistaramót fullorðinna, þar af koma tveir þeirra úr Reykjanesbæ, þ.e. Jón Oddur Sigurðsson og Íris Edda Heimisdóttir. Gera má ráð fyrir að þeir sundmenn sem fara fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótið í Japan, sem haldið verðu í lok júlí, nái einnig lágmörkunum fyrir EM.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024