Ingibjörg í byrjunarliði landsliðsins
-Grindvíkingurinn í nýrri stöðu á vellinum
Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í gær þegar landslið Íslands mætti Færeyjum á Laugardalsvelli í knattspyrnu. Leikurinn endaði með stórsigri Íslands 8-0, sannkölluð markasúpa þar á ferðinni.
Ingibjörg sagði í viðtali við fotbolti.net að hún hefði verið sátt með leikinn og að henni hefði liðið vel í nýrri stöðu á vellinum en hún spilaði í hægri bakverðinum. Hún sagði einnig að hún hefði búist við meiri hörku af færeysku stúlkunum í leiknum en líka að þetta hefði verið erfitt fyrir Ísland þrátt fyrir stórsigur.