Hver var Örlygur Sturluson?
Heimildarmyndin Ölli fengið góðar viðtökur
Keflvíkingurinn Garðar Örn Arnarson hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið að metnaðarfullu verkefni þar sem ævi Njarðvíkingsins Örlygs Arons Sturlusonar er viðfangsefni heimildarmyndar sem Garðar leikstýrir. Örlygur sem var einn efnilegasti körfuboltamaður þjóðarinnar, lést aðeins 18 ára gamall árið 2000. Myndin verður sýnd nú um Ljósanæturhelgina en þar fá áhorfendur að kynnast lífi Örlygs í gegnum fjölskyldu, vini og aðra sem þekktu til hans. En hver var þessi efnilegi leikmaður sem heillaði alla sem urðu á vegi hans? Eyþór Sæmundsson blaðamaður Víkurfrétta fór yfir stuttan en farsælan feril Örlygs Arons. Hér að neðan má sjá brot af greininni sem er í prentútgáfu Víkurfrétta í dag.
Örlygur Aron var kominn af mikilli körfuboltafjölskyldu. Faðir hans, Sturla Örlygsson, var sigursæll leikmaður sem lék með og þjálfaði nokkur íslensk lið í gegnum tíðina. Þó lék hann lengst af með Njarðvík þar sem systkini hans léku einnig við góðan orðstír. Snemma kom í ljós að Örlygur bjó yfir miklum hæfileikum í íþróttinni sem fjölskylda hans unni svo heitt. Hann sjálfur átti miklar fyrirmyndir í föður sínum og frændum og keppnisskapið var Örlygi í blóð borið.
Hann var ákaflega sterkbyggður miðað við aldur og var hann snemma frambærilegur í öðrum íþróttum, m.a. í fótbolta. Örlygur hafði náttúrulega hæfileika þegar kom að körfubolta. Hann var með góðan leikskilning og leikni hans með boltann var afburðagóð. Hann hafði alltaf orð á sér fyrir að vera frábær varnarmaður og var hann lunkinn við það að stela boltanum af andstæðingum sínum.
Örlygur fékk tækifæri til þess að leika í Bandaríkjunum. Hann hafði vakið athygli fyrir vasklega framgöngu með yngri landsliðum Íslands og var í kjölfarið boðið að sækja körfuboltabúðir í New Jersey árið 1997. Þar hreifst fyrrum NBA leikmaðurinn, og þáverandi þjálfari framhaldsskólaliðs í Norður Karólínu mjög af leik Örlygs. Kappinn sá heitir Bobby Jones og átti hann farsælan feril með liði Philadelphia 76-ers í NBA-deildinni þar sem hann var hvað þekktastur fyrir öflugan og oft harkalegan varnarleik. Örlygur ákvað að taka boði Bobby Jones um að koma og spila með liðinu sem heitir Charlotte Christian Knights. Ekki leið á löngu þar til Örlygur fór að láta finna fyrir sér í vöggu körfuboltans. Þar náði hann strax fótfestu í sterku liði skólans og sýndi fljótlega leiðtogahæfileika.
Nánar er fjallað um Örlyg Aron og m.a. rætt við leikstjórann Garðar Örn og Loga Gunnarsson félaga Örlygs, í Víkurfréttum sem koma út í dag. (bls.25)
Myndin um Örlyg er til sýningar í SAM-bíóinu í Keflavík um helgin.
Hér er netútgáfa af greininni.
-
-
Keflavík vann nauman sigur á botnliðinu
Íþróttir 11.02.2019 -
Grindavík vann tvisvar fyrir norðan
Íþróttir 11.02.2019 -
Öruggir sigrar hjá Njarðvík og Keflavík
Íþróttir 07.02.2019
-
-
-
Keflavíkurstúlkur réðu ekkert við Helenu
Íþróttir 07.02.2019 -
Minningarmót Ragnars Margeirssonar
Íþróttir 06.02.2019 -
Grindavík semur við hóp stráka - 95% heimamenn
Íþróttir 06.02.2019
-
-
-
Lifandi og krefjandi starf sem gefur mikið
Mannlíf 17.02.2019 -
Nafli alheimsins og snjóléttasti bær á Íslandi
Mannlíf 17.02.2019 -
Kjörgengi ætti fremur að fylgja lögræðisaldri
Fréttir 18.02.2019 -
Ólögleg atvinnuþátttaka á borði lögreglu
Fréttir 16.02.2019 -
Hlóðu virki í flugstöðinni og mölduðu í móinn
Fréttir 16.02.2019 -
Njarðvíkingar slakir gegn Stjörnunni í Höllinni
Íþróttir 16.02.2019 -
Aðsent 15.02.2019
-
Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir 16.02.2019 -
Bláa Lónið Retreat hlaut Steinsteypuverðlaunin 2019
Fréttir 18.02.2019 -
Reyndi að borða flugmiðann sinn
Fréttir 16.02.2019 -
Aðsent 16.02.2019
-
Samþykkt með tilvitnuðum fyrirvara bæjarstjórnar
Fréttir 18.02.2019
-
-
-
Nýtt framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð á Ásbrú
VefTV 16.02.2019 -
VefTV 16.02.2019
-
Heilsugæsla dýranna og tölvuleikjanám í Suðurnesjamagasíni vikunnar
VefTV 14.02.2019 -
VefTV 09.02.2019
-
Hæfileikaríkur hópur setur upp Furðuverk
VefTV 09.02.2019 -
Furðuverk og auðlindagarður í Suðurnesjamagasíni
VefTV 07.02.2019 -
Nýtt lúxushótel og spa í Bláa Lóninu - sjón er sögu ríkari
VefTV 04.02.2019 -
The Retreat at Blue Lagoon og HS Orka í Suðurnesjamagasíni
VefTV 31.01.2019 -
Aðgerðir fyrir vaxtarsvæðið Suðurnes
VefTV 31.01.2019 -
Suðurnesjamaður ársins í Suðurnesjamagasíni
VefTV 25.01.2019 -
70-80% bæjarbúa á móti rekstri kísilvera í Helguvík
VefTV 23.01.2019 -
VefTV 20.01.2019
-