Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hörður Axel áfram í Keflavík
Mánudagur 16. júlí 2018 kl. 10:47

Hörður Axel áfram í Keflavík

- Bryndís kemur aftur eftir barnsburð

Körfuknattleisdeild Keflavíkur hefur endurnýjað alla samninga við kvennalið sitt að Thelmu Dís undanskyldri en hún mun leika í Bandaríkjunum á næsta tímabili. María Ben Jónsdóttir og Telma Lind eru komnar aftur til Keflavíkur og Bryndís Guðmundsdóttir mun mæta aftur á völlinn í vetur eftir barnsburð. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Keflavík Karfa

Í tilkynningunni segir að það hafi verið nóg að gera á skrifstofunni síðustu vikurnar vegna vætutíðar en Elvar Snær Guðjónsson, Andri Þór Tryggvason, Hörður Axel Vilhjálmsson og Davíð Páll Hermannsson, leikmenn karlaliðs Keflavíkur hafa gert samning við liðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá segir í tilkynningunni að deildin sé gríðarlega ánægð með það að vera búin að klára þessi mál og vonandi stuðningsmenn deildarinnar líka.