Hörður Axel áfram í Keflavík
- Bryndís kemur aftur eftir barnsburð
Körfuknattleisdeild Keflavíkur hefur endurnýjað alla samninga við kvennalið sitt að Thelmu Dís undanskyldri en hún mun leika í Bandaríkjunum á næsta tímabili. María Ben Jónsdóttir og Telma Lind eru komnar aftur til Keflavíkur og Bryndís Guðmundsdóttir mun mæta aftur á völlinn í vetur eftir barnsburð. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Keflavík Karfa.
Í tilkynningunni segir að það hafi verið nóg að gera á skrifstofunni síðustu vikurnar vegna vætutíðar en Elvar Snær Guðjónsson, Andri Þór Tryggvason, Hörður Axel Vilhjálmsson og Davíð Páll Hermannsson, leikmenn karlaliðs Keflavíkur hafa gert samning við liðið.
Þá segir í tilkynningunni að deildin sé gríðarlega ánægð með það að vera búin að klára þessi mál og vonandi stuðningsmenn deildarinnar líka.