Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hópferðir Sævars bjóða fríar sætaferðir á Njarðvíkurleik
Þriðjudagur 16. janúar 2007 kl. 18:29

Hópferðir Sævars bjóða fríar sætaferðir á Njarðvíkurleik

Íslandsmeistarar Njarðvíkur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik mæta Skallagrímsmönnum á fimmtudagskvöld í Ljónagryfjunni. Næsti leikur hjá Njarðvíkingum eftir þann leik er í Hveragerði gegn Hamri/Selfoss n.k. sunnudag.

 

Af því tilefni mun Sævar Baldursson, eigandi Hópferða Sævars, bjóða upp á friar sætaferðir á leikinn á sunnudag. Rútan mun fara frá Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 17:30 en leikurinn hefst kl. 19:15. Áætluð heimkoma er upp úr kl. 22.

 

Nánari upplýsingar á vefsíðu KKD UMFN

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024