Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 26. maí 2003 kl. 16:08

Hólmar Örn Rúnarsson eini nýliðinn í landsliði Ólafs

Ólafur Þórðarson, þjálfari U-21 árs landslið Íslands í knattspyrnu, hefur valið liðið sem mætir Litháum ytra í undankeppni Evrópukeppninnar. Einn nýliði er í hópnum, Hólmar Örn Rúnarsson miðjuleikmaður frá Keflavík. Þrír leikmenn eru úr Keflavík en ásamt Hólmari eru það Ómar Jóhannsson markvörður og varnarmaðurinn Haraldur Guðmundsson.Í hópnum eru, markverðir, Ómar Jóhannsson Keflavík, Bjarni Þórður Halldórsson Fylki, aðrir leikmenn, Helgi Valur Daníelsson Fylki, Grétar Rafn Steinsson ÍA, Guðmundur Viðar Mete Norrköping, Ármann Smári Björnsson Val, Hannes Sigurðsson Viking, Haraldur Guðmundsson Keflavík, Sigmundur Kristjánsson Utrecht, Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV, Viktor Bjarki Arnarsson TOP OS, Andri Fannar Ottósson Fram, Bjarni Ólafur Eiríksson Valur, Björn Viðar Ásbjörnsson Fylki, Davíð Þór Viðarsson Lilleström, Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024