Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hetjuleg barátta Keflavíkur dugði ekki
Amin Stevens átti stórleik með Keflavík en það dugði ekki. VF-myndir/PállOrri.
Þriðjudagur 11. apríl 2017 kl. 21:57

Hetjuleg barátta Keflavíkur dugði ekki

-töpuðu með 2 stiga mun í fjórða undanúrslitaleiknum gegn KR og eru úr leik

„Ég er svakalega svekktur að hafa ekki náð sigri úr síðustu tveimur leikjum, alla vega öðrum þeirra. En burt frá því að detta út úr keppninni þá reynir maður að finna fegurðina í þessu og ég er þannig mjög ánægður með frammistöðu Keflavíkurliðsins í þessari úrslitakeppni. Þessi leikur var rosalega tæpur og sigurinn gat fallið beggja meginn,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflvíkinga eftir tveggja stiga tap gegn KR í fjórða leik liðanna í TH höllinni í Keflavík í undanúrslitum Domino’s deildinni í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 84-86 og Keflvíkingar eru dottnir út úr keppninni. Þeir geta hins vegar verið stoltir með frammistöðu sína því þeir voru að leika við besta lið landsins.

Þessi leikur var magnaður og heimamenn áttu möguleika á að jafna eða stela sigrinum á síðustu sekúndunum. Hörður Axel átti heiðarlega skottilraun sem heppnaðist ekki, nýjasti leikmaður KR, Kristófer Acox, sem kom til liðsins í úrslitakeppninni varði skotið og boltinn rúllaði útaf og leikurinn líka.

Amin Stevens átti stórkostlegan leik og allir eru sammála um að þetta sé besti leikmaður sem hefur komið til landsins í mörg ár, jafnvel frá upphafi. Hann skoraði 39 stig í leiknum og var KR-ingum gríðarlega erfiður. Guðmundur Jónsson átti líka frábæran leik og skoraði 22 stig og Hörður Axel var með 17. Hann hefur verið lykilmaður í leik Keflvíkinga. Reggie Dupree skoraði 6 stig og þessir fjórir leikmenn skoruðu öll stig Keflavíkur. Það hafði kannski sitt að segja þegar 8 KR skoruðu stig í leiknum.

Keflavík-KR 84-86 (20-24, 19-18, 24-24, 21-20)

Keflavík: Amin Khalil Stevens 39/19 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 22, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/6 fráköst/6 stoðsendingar, Reggie Dupree 6, Elvar Snær Guðjónsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Gunnar Einarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0, Ágúst Orrason 0, Magnús Már Traustason 0.

KR: Jón Arnór Stefánsson 16/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Philip Alawoya 14/7 fráköst/4 varin skot, Darri Hilmarsson 13/5 fráköst, Kristófer Acox 10/5 fráköst/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 9/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 8/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Arnór Hermannsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur skorar eina af mörgum körfum sínum í leiknum.

Hörður Axel Vilhjálmsson í baráttu við Kristófer Acox.