Helgi Birkir og Magdalena klúbbmeistarar GS 2002
Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja lauk í gær og var það Helgi Birkir Þórisson sem sigraði á 294 höggum í karlaflokki en Magdalena S. Þórisdóttir sigraði í kvennaflokki á 364 höggum. Sigurvegararnir fengu glæsilega farandbikara að launum en það var Saltver sem gaf karlabikarinn og Fiskval gaf kvennabikarinn.Keppnin í karlaflokki var mjög spennandi en í 2. sæti varð Guðmundur Rúnar Hallgrímsson á 297 höggum en hann var með tveggja högga forystu á Helga fyrir síðasta hringinn. Helgi spilaði mjög vel á lokahringnum en hann fór hann á 69 höggum, þremur undir pari, á meðan Guðmundur Rúnar fór á 74 höggum eða tveimur yfir pari vallarins.
Í kvennaflokki sigraði Magdalena nokkuð örugglega á 364 höggum en í 2. sæti varð Erla Þorsteinsdóttir á 376 höggum. Magdalena fór síðasta hringinn á 90 höggum en besta skorið fékk hún á þriðja hring þegar hún fór á 83 höggum.
Úrslit:
Mfl. Karla
1. Helgi Birkir Þórisson - 294
2. Guðmundur R. Hallgrímsson - 297
3. Helgi Dan Steinsson - 305
Mfl. Kvenna
1. Magdalena Þórisdóttir - 364
2. Erla Þorsteinsdóttir - 376
3. Ingibjörg Bjarnadóttir - 376
Úrslit úr öðrum flokkum verða birt síðar!!
Í kvennaflokki sigraði Magdalena nokkuð örugglega á 364 höggum en í 2. sæti varð Erla Þorsteinsdóttir á 376 höggum. Magdalena fór síðasta hringinn á 90 höggum en besta skorið fékk hún á þriðja hring þegar hún fór á 83 höggum.
Úrslit:
Mfl. Karla
1. Helgi Birkir Þórisson - 294
2. Guðmundur R. Hallgrímsson - 297
3. Helgi Dan Steinsson - 305
Mfl. Kvenna
1. Magdalena Þórisdóttir - 364
2. Erla Þorsteinsdóttir - 376
3. Ingibjörg Bjarnadóttir - 376
Úrslit úr öðrum flokkum verða birt síðar!!