Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 1. febrúar 2003 kl. 09:35

Haukur Ingi spilar væntanlega ekki með Keflavík í sumar

Haukur Ingi Guðnason, knattspyrnumaður úr Keflavík, mun ekki ganga til liðs við austuríska félagið Grazer AK en hann hefur dvalið hjá félaginu að undanförnu. Félagaskiptamarkaðnum í Evrópu hefur verið lokað og því mun Haukur væntanlega spila í úrvalsdeildinni á Íslandi á næsta tímabili.Haukur Ingi dvaldi hjá Grazer AK á dögunum og spilaði tvo æfingaleiki með liðinu. Hann fékk sérstaklega góða dóma fyrir fyrri leikinn, sem var gegn austurríska liðinu Hartberg. "Þeir sýndu strax mikinn áhuga og voru með tilbúið samningstilboð fyrir mig, en voru bundnir af því að geta selt júgóslavneskan leikmann. Það gekk ekki eftir og málið er því úr sögunni, allavega fram á sumar. Ég geri ekki ráð fyrir því að spila með Keflavík í sumar, ef ég ætla mér að eiga möguleika áfram á landsliðssæti verð ég að minnsta kosti að vera í efstu deild hér heima. Keflvíkingar skilja mína afstöðu mjög vel og þeirra hugmyndir eru að leigja mig til liðs í úrvalsdeildinni. Það er hinsvegar á algjöru byrjunarstigi og ég hef æft af fullum krafti með Keflavík, á frábærum æfingum undir stjórn Milans Stefáns Jankovic," sagði Haukur Ingi í samtali við Morgunblaðið í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024