Haukur Helgi ekki með gegn Ítölum
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Subway-deildarliðs Njarðvíkur, missir af leik Íslands og Ítalíu í kvöld en hann greindist með Covid-19 í hraðprófi fyrr í dag.
Haukur Helgi hefur leikið 68 leiki fyrir Íslands hönd en hann lék síðast landsleik árið 2019. Baldur Þór Ragnarsson, annan aðstoðarþjálfara liðsins, greindist einnig með veiruna skæðu í dag.
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta greindist Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson með veiruna í byrjun vikunnar og missti þar af leiðandi af leiknum.