Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haukur Helgi aftur á fjalirnar í Ljónagryfjunni
Haukur Helgi stígur inn í LJónagryfjuna. Skjáskot úr myndskeiði UMFN
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 3. desember 2021 kl. 12:52

Haukur Helgi aftur á fjalirnar í Ljónagryfjunni

Í kvöld rennur upp stundin sem margir Njarðvíkingar hafa beðið eftir, þegar Haukur Helgi Pálsson mætir aftur á parketið í leik með liðinu.

Njarðvík mætir Vestra í Subway-deild karla í kvöld og þá leikur Haukur Helgi sinn fyrsta leik eftir langt hlé vegna meiðsla. Haukur Helgi segir m.a. í viðtali við heimasíðu UMFN að hann haldi að Njarðvík sé að fara að taka titilinn í ár. „Þegar ég er kominn aftur, orðinn heill og það sem við erum að vinna að og með leikmannahópinn sem við erum með, þá erum við með lið til að gera það,“ segir Haukur.

Njarðvíkingar munu einnig leika í nýjum búningum í fyrsta sinn í kvöld og heimasíða UMFN hefur gert kynningarmyndband fyrir nýju búningana. Bæði myndskeiðin eru aðgengileg í spilara hér neðar á síðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir