Haukar mæta á Vatnsleysuströnd
Þróttur Vogum tekur á móti Haukum í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld kl. 20:00 í Íþróttahúsinu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þróttur er við botn deildarinnar með 4 stig en Haukar eiga í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni deildarinnar.
Bakvörðurinn Hjörtur Harðarson mun í kvöld að öllum líkindum leika sinn fyrsta mótsleik með Þrótti en hann gekk nýverið í lið Vogamanna frá Grindavík.