Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haukar bitu frá sér
Þriðjudagur 5. apríl 2016 kl. 22:06

Haukar bitu frá sér

Lægsta skor Grindvíkinga í vetur - staðan 2-1

Haukar tóku Grindvíkinga í kennslustund í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna og minnkuðu þar með muninn í seríunni í 2-1. Lokatölur 72-45 í leiknum þar sem Grindvíkingum reyndist ansi erfitt að skora, enda var þetta lægsta stigaskor liðsins í vetur. Gestirnir frá Grindavík skoruðu þannig aðeins 18 stig í fyrri hálfleik gegn 35 frá Haukum. Síðari hálfleikur var því aðeins formsatriði fyrir deildarmeistarana þar sem Helena Sverrisdóttir leiddi sitt lið til sigurs með 30 stig og 11 fráköst.

Lykilleikmenn Grindvíkinga áttu dapran dag og skoraði Frazier ein yfir 10 stig í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haukar-Grindavík 72-45 (14-10, 21-8, 22-14, 15-13)

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 13/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 7, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4/4 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Björg Guðrún Einarsdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Hrund Skúladóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 1/5 fráköst, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 30/11 fráköst/7 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 2/5 fráköst, Shanna Dacanay 2/5 stolnir, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Pálína María Gunnlaugsdóttir 1/10 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0/5 fráköst.