Haraldur í liði vikunnar
Haraldur Guðmundsson sem lék allan leikinn með liði sínu Ålesund gegn norsku meisturunum Rosenborg vakti athygli fyrir sinn fyrsta leik í Noregi og var í liði vikunnar á heimasíðunni http://tippeligasiden.no/ sem er opinber heimasíða deildarinnar. Leikurinn endaði 2-2 þar sem Haraldur spilaði í stöðu miðvarðar. Í nýútgefnu tímariti Víkurfrétta er viðtal við Harald og Ingu kærustu hans.
Ólafur Örn Bjarnason spilaði allan leikinn með liði sínu Brann sem unnu góðan sigur á Molde 2-0.
Stefán Gíslason spilaði allan leikinn fyrir Lyn sem gerði 1-1 jafntefli gegn Fredrikstad þar sem Stefán fékk gult spjald
Vf-mynd/úr safni: Haraldur í baráttunni síðasta sumar.