Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haraldur áfram í Bítlabænum
Þriðjudagur 8. október 2013 kl. 15:59

Haraldur áfram í Bítlabænum

Skrifar undir tveggja ára samning

Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga í Pepsi deild karla í knattspyrnu hefur skrifað undir tveggja ára áframhaldandi samning við félagið. Haraldur er því samningsbundinn uppeldisfélagi sínu til ársins 2015.

Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að það sé mikill fengur fyrir liðið að sjá Harald áfram í bláu. „Hann er gríðarlega mikilvægur leikmaður, fyrirliði liðsins og leiðtogi,“ en Haraldur sem er 32 ára spilaði 21 leik af 22 leikjum í Pepsi deildinni í sumar í hjarta varnar Keflvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024