Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar aðstoðar Kristján í Keflavík
Mánudagur 14. október 2013 kl. 11:40

Gunnar aðstoðar Kristján í Keflavík

Gunnar Magnús Jónsson verður aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu hjá Keflvíkingum. Gunnar skrifaði undir tveggja ára samning við Keflavík fyrr í dag. Formaður knattspyrnudeildar sagði í samtali við VF að deildin væri ánægð með að fá Gunnar til starfa.

Gunnar er Keflvíkingur í húð og hár, hann hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur þjálfað í nánast öllum flokkum hjá Keflavík í gegnum tíðina. Undanfarin ár hefur Gunnar svo þjálfað karlalið Njarðvíkinga með ágætis árangri. Þar lét hann af störfum fyrir skömmu og Guðmundur Steinarsson tók við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024