Gunnar aðstoðar Kristján í Keflavík
Gunnar Magnús Jónsson verður aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu hjá Keflvíkingum. Gunnar skrifaði undir tveggja ára samning við Keflavík fyrr í dag. Formaður knattspyrnudeildar sagði í samtali við VF að deildin væri ánægð með að fá Gunnar til starfa.
Gunnar er Keflvíkingur í húð og hár, hann hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur þjálfað í nánast öllum flokkum hjá Keflavík í gegnum tíðina. Undanfarin ár hefur Gunnar svo þjálfað karlalið Njarðvíkinga með ágætis árangri. Þar lét hann af störfum fyrir skömmu og Guðmundur Steinarsson tók við.