Gummi Steinars ákveður sig eftir þorrablót
Guðmundur Steinarsson, framherji Keflvíkinga, er ekki ennþá búinn að ákveða hvort hann muni taka slaginn og leika..
Guðmundur Steinarsson, framherji Keflvíkinga, er ekki ennþá búinn að ákveða hvort hann muni taka slaginn og leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Guðmundur segist í samtali við Fótbolta.net vera að hugsa málin.
„Ég veit ekki alveg hvað maður gerir. Ég er búinn að vera rólegur, ég er ekki búinn að mæta á fótboltaæfingar og ég veit ekki hvað ég geri,“ sagði Guðmundur við Fótbolta.net í dag.
„Í ár eins og í fyrra er ég að aðstoða við að undirbúa þorrablót hjá Keflavík. Það er strax 12. janúar svo ég er á kafi að vinna í því en fljótlega eftir það kemur í ljós hvað maður gerir.“
Guðmundur er 33 ára gamall en í sumar spilaði hann alla 22 leiki Keflvíkinga í Pepsi-deildinni og skoraði sjö mörk.