Guðmundur hitti „Doktorinn“
Dr. J og Gummi Braga hittust í körfuboltabúðum
Guðmundur Bragason fyrrum miðherji Grindvíkinga í körfuboltanum hitti eina af goðsögnunum í NBA körfuboltanum á dögunum. Um var að ræða Julius Erving sem jafnan gekk undir nafninu Dr. J og spilaði lengstum með Sixers í Philadelphia. Guðmundur var þá með syni sína í körfuboltabúðum í Philadelphia þar sem goðsögnin var einnig með syni sína. Karfan.is greinir frá þessu.
Guðmundur fékk að sjálfsögðu mynd af sér með goðinu en á Facebook síðu Guðmundar segir Guðmundur að Erving hafi alltaf verið í miklu uppáhaldi og í raun ástæða þess að Guðmundur heldur með Sixers og spilaði í treyju númer 6 allan sinn feril.