Grindvíkingar undir í viðureigninni við Þór um sæti í undanúrslitunum
Grindvíkingar lentu undir í rimmunni við Íslandsmeistara Þórs í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn var jafnt í einvíginu eftir tvo hörkuleiki en eitthvað stemmningsleysi virtist hrjá Grindvíkinga sem lentu ellefu stigum undir í fyrsta leikhluta.
Þór Þ. - Grindavík 102:79
(32:21, 23:27, 24:14, 23:17)
Það má segja að Þórsarar hafi hitt á góðan dag á sama tíma og Grindvíkingar hittu á slæman. Þór kafkeyrði Grindvíkinga eiginlega frá fyrstu mínútu og tóku góða forystu í fyrsta leikhluta (32:21). Smá neisti kviknaði í Grindvíkingum í öðrum leikhluta og þeir náðu að minnka muninn í sjö stig áður en kominn var hálfleikur (55:48).
Í seinni hálfleik héldu barsmíðar Þórsara áfram og þeir breikkuðu bilið, mestur var munurinn nítján stig um miðbik þriðja leikhluta (70:51). Grindvíkingar voru aldrei nálægt því að komast inn í leikinn og honum lauk með 23 stiga sigri Þórs, 102:79.
Jóhann Árni Ólafsson, aðstoðarþjálfari Grindvíkinga, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna en hann var í viðtali við Karfan.is eftir leik og má sjá viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Grindavík: Naor Sharabani 21/9 stoðsendingar, Ivan Aurrecoechea Alcolado 17/7 fráköst, Elbert Clark Matthews 16, Ólafur Ólafsson 9/6 fráköst, Javier Valeiras Creus 7, Jón Fannar Sigurðsson 3, Kristófer Breki Gylfason 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3/6 fráköst, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Kristinn Pálsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0.
Njarðvík - KR 91:63
(25:14, 20:22, 21:13, 25:14)
Fyrr í kvöld vann Njarðvík þriðja leik sinn gegn KR og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla. Njarðvíkingar tóku þennan þriðja leik auðveldlega og var eiginlega ljóst frá byrjun að KR væri á leið í frí.
Njarðvík: Fotios Lampropoulos 20/12 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 19, Dedrick Deon Basile 18/6 fráköst/7 stoðsendingar, Nicolas Richotti 12/6 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson 12, Mario Matasovic 4/8 fráköst, Logi Gunnarsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Jan Baginski 0.