Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 11. september 2001 kl. 10:48

Grindvíkingar með þrusuleik

Grindvíkingar bundu enda á sigurgöngu Skagamanna þega liðin mættust í Grindavík á laugardag. Grindvíkingarnir voru grimmir og fyrsta mark leiksins kom þegar einungis 2 mínútur voru liðnar af leiknum. Sinisa Kekic skallaði boltann á Grétar Ólaf Hjartarson sem átti þrususkot í markið frá vítateigslínu.
Grétar Ólafur Hjartarson var í miklum ham á laugardaginn en 7 mínútum eftir fyrsta markið var þaðenn og aftur samspil Sinisa Kekic og Grétars Ólafs sem skilaði heimamönnum marki. Skagamenn áttu í fullt í fangi með Grindvíkingana og komust einu sinni nálægt því að skora en þá náði Ólafur Örn Bjarnason að verja á línu. Þriðja og síðasta mark Grindvíkinganna kom síðan á 70. mínútu þegar Grétar Ólafur skoraði eftir aukaspyrnu frá Scott Ramsey. Grindvíkingar eru nú í 5. sæti Íslandsmótsins með 24 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024