Grindvíkingar lækka flugið
Grindavík hefur aðeins lækkað flugið í Domino’s deild karla í körfubolta en liðið tapaði fyrir KR í HS Orku höllinni í Grindavík í gær. Lokatölur ukrðu 88-95.
Gestirnir byrjuðu betur og heimamenn skoruðu aðeins 13 stig í fyrsta leikhluta. KR-ingar voru sterkari allan tímann og innsigluðu sigur.
Kristinn Pálsson hefur komið sterkur inn hjá Grindvíkingum en hann skoraði 19 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
Grindvíkingar eru í 4.-6. sæti deildarinnar með 10 stig. Keflvíkingar eru á toppnum með 16 og Stjarnan í 2. sæti með 14 stig. Njarðvíkingar eru í 7.-8 sæti með 8 stig.
Grindavík-KR 83-95 (13-21, 28-23, 21-22, 21-29)
Grindavík: Kristinn Pálsson 19/7 fráköst/5 stoðsendingar, Joonas Jarvelainen 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13/9 fráköst, Eric Julian Wise 12/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 7/5 fráköst, Bragi Guðmundsson 2, Kristófer Breki Gylfason 2/5 fráköst, Magnús Engill Valgeirsson 0, Johann Arni Olafsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.