Grindvíkingar í góðum málum eftir tap í Austurríki
Þrátt fyrir tap gegn austurríska liðinu Kärnten eru Grindvíkingar í ágætis málum fyrir seinni leik liðanna í undankeppni UEFA bikarsins í knattspyrnu. Lokatölur í leiknum voru 2-1 heimamönnum í hag. Munar miklu um mark Óla Stefáns Flóventssonar á 84. mínútu en þetta gæti verið mjög mikilvægt mark því nú dugar Grindvíkingum 1-0 sigur í seinni leiknum sem fram fer á heimavelli Grindavíkur til að komast áfram í keppninni.Þá má geta þess að Jóhann Birnir Guðmundsson, fyrrum leikmaður Víðis og Keflavíkur, skoraði annað mark norska liðsins Lyn í 3-1 sigurleik gegn NSI frá Runavik í Færeyjum.